i am still alive
i am still alive
On Kawara
Í hvert skipti sem þú sérð takkann á forsíðunni er ný dagsetning. Dagurinn í dag. En verðum við á starfandi á morgun? Hver veit. Haltu bara áfram að kíkja á okkur og þegar dagsetningin hættir að uppfærast, þá veistu… eða ekki.
On Kawara var concept listamaður frá Japan sem vann mikið með þá hugmynd að á hverri stundu vitum við lítið sem ekkert um afdrif þeirra sem eru ekki hjá okkur. Þetta sýndi hann fram á með skeytum og póstkortum þar sem hann lét vini og fjölskyldu vita af sér. Þegar skeytin og kortin bárust viðtökundum þá jú, vissu þau að þegar hann sendi skilaboðin voru þau sönn, en ekki endilega þegar skilaboðin bárust.
Við vitum ekki hversu lengi þetta tímarit mun endast, en svo lengi sem takkinn sýnir nýja dagsetningu, þá erum við virk.
Ritstjórn