Stefnur og reglur
-
Ábyrgð og heimildir
Höfundar ábyrgjast að efni sem þeir senda inn eru þeirra eigin hugverk og að allar heimildir sé réttar. Mælt er með að hafa heimildir með þegar verk eru send inn, en til að þær komi fram í greininni þarf að hlekkja þær inn í greinina sjálfa.
Sé höfundur með mynd sem á að fylgja með greininni skal hún vera í docx skjalinu eða fylgja með innsendingunni. Sé enginn mynd með innsendingunni hefur Smiðill leyfi til þess að útvega myndefni.
Ekki er gerð krafa um sérstakt snið heimildaskráningar.
Ef grunur leikur á að farið sé rangt með heimildir eða höfundarréttarvarið efni getur ritstjórn hafnað birtingu án ritrýni.
Málfar
Smiðill er opinn fyrir hverskonar málfari sem höfundur notast við. Þó má ekki beita orðræðu sem kann að skaða einstaklinga eða hópa á óvæginn hátt.
Smiðill getur hafnað greinum á grundvelli of margra rit- og/eða málvilla og skal þá ritstjórn gera grein fyrir þeim ástæðum í svari sínu.
Ef grein fer í gegnum ritrýni og rit- og/eða málfarsvillur eru ennþá til staðar hefur ritstjórn leyfi til þess að lagfæra þær fyrir birtingu.
Efni
Allt efni sem tengist menningu að einhverju leiti fer í gegnum ritrýni hjá einum eða fleiri ritstjórum. Efni sem byggist á fræðilegri rýni skal flokkast sem pistill, en annað efni sem skoðun.
Tekið er á móti ljóðum, prósum og myndverkum en skal hið síðastnefnda vera sent beint á ritstjorn@mailbox.org.
Ef efni tengist ekki bersýnilega menningu, eða brýtur í bága við stefnur ritstjórnarstefnu Smiðils verður efninu hafnað.
Format
Greinum skal skilað sem docx skjali í innsendingarformi heimasíðunnar. Myndefni skal skilað sem ýmist jpg eða png. Ekki er tekið við PDF skjölum eða öðrum læstum formötum. Ekki er tekið við hlekkjum á Google docs eða öðrum skýjamiðlum.
Ritstjórn
Fari efni í gegnum ritrýni má höfundur hafna öllum athugasemdum ritstjórnar og tekur ritstjórn þá ákvörðun um hvort birta eigi greinina. Séu færð skýr rök fyrir höfnun athugasemda skal greinin vera birt samkvæmt óskum höfundar. Málfars- og ritvillur verða þó ávallt lagaðar fyrir birtingu.
-
Hvað er Smiðill?
Smiðill er tímarit alþýðlegrar og óalvarlegrar menningarrýni. Áhersla er lögð á íslenska menningu, vefmenningu, grasrótir og gleymda menningu. Allar greinar geta fengið birtingu en fyrrnefndar áherslur njóta forgangs.
Smiðill stuðlar að menningarlæsi, heilbrigðum ritdeilum, hugvekjum og baráttu gegn ofbeldismenningu af öllu tagi.
Orðræða Smiðils markast af fagmennsku, kærleika og samheldni, og leitast skal eftir að öll umfjöllun sé opin og auðskiljanleg hverjum sem er.
Tungumálanotkun
Einungis greinar á íslensku og ensku fá ritstjórn.
Smiðill er íslenskt tímarit og fær íslenskan að njóta forgangs. Þó skal leitast eftir að þýða greinar, texta á samfélagsmiðlum og annað margmiðlunarefni eins og hægt er (og innan marka fjármagns). Þýðingar geta verið á hvaða tungumáli sem er, en almennt skal miðast við íslensku og ensku.
Smiðill áskilur sér rétt til þess að þýða allt margmiðlunarefni sem það birtir. Ef þýðandi er til staðar er það á ábyrgð greinhöfunda að tilkynna um að ekki skuli þýða þeirra greinar.
Myndanotkun
Allar greinar skulu vera birtar með lýsandi ljósmynd eða öðru margmiðlunarefni. Höfundar eru ábyrgir fyrir höfundarrétti þeirra mynda sem þeir láta fylgja með sínum greinum. Höfundar geta óskað eftir að Smiðill útvegi myndefni.
Ljósmyndir eða annað margmiðlunarefni skal vera notað á Bluesky eins oft og auðið er.
Hvað er Smiðill ekki?
Smiðill er ekki vettvangur óvægnar umræðu, skoðana ótengdum menningu eða hvatningarrit stríðs, ofbeldis eða annara ódæðisverka sem ekki hvetja til nýbreytni og aukins jöfnuðar í samfélaginu.
Að fjalla um hatur er leyfilegt. Smiðill hatar þjóðarmorð, og smiðill hatar efnahagslegt ofbeldi og fleira. En Smiðill leyfir ekki hatur gagnvart þeim sem minna mega sín.