Um Smiðil
Af hverju Smiðill
Smiðill er tímarit fyrir alþýðu Íslands. Hnignun menningarlæsis og aukin skautun í samfélaginu hefur gert það að verkum að gjá hefur myndast milli þjóðfélagshópa.
Tilgangur Smiðils er að varpa ljósi á menningu Íslands og allt það sem við eigum sameiginlegt, en á sama tíma að skoða hvernig ólíkar skoðanir og lífstíll er það sem leiðir okkur saman.
Smiðill er ekki fyrir elítisma, pólitíska þröngsýni eða andúð. Smiðill er fyrir þig, eins mikið og hann er fyrir okkur.
Hver erum við?
-
Ritstjóri
Tryggvi útskrifaðist með BA í kvikmyndafræði og ritlist við Háskóla Íslands áður en hann gerðist landvörður á Þingvöllum. Hann gat samt ekki slitið sig frá skólanum og klárar núna MA í hagnýtri menningarmiðlun. Hann hefur reynslu af vefmiðlun og hljóðmiðlun, og elskar að pikkla rauðlauk.
-
Verkefnastjóri
Kári hefur komið víða við á ferli sínum í efnishönnun. Eftir frönskunám í Frakklandi og kvikmyndagerðarnám í Danmörku sneri hann sér að þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem barþjónn, landvörður, vídjógraffer og finnst fátt skemmtilegra en að teikna skjaldbökur og froska.
-
Kynningarstjóri
Ásrún lærði félagsfræði við Háskóla Íslands og var fljót að flýja land eftir það. Í Groningen kláraði hún MA í stafrænni miðlun og starfar nú sem markaðsstjóri Tjarnarbíós þegar hún er ekki að hekla eða lesa góða bók.
-
Höfundar
Smiðill reiðir sig alfarið á sjálfboðaliðavinnu ritstjórnar og innsendingar á efni. Þannig eru lesendur virkir þátttakendur í að byggja upp það sem Smiðill stendur fyrir.