Hvernig getum við brúað bilið milli miðbæjarrottunnar og úthverfafólksins? Góða og vonda fólksins. Woke og ekki-woke fólksins. Það má nota hvaða orðalag sem er og aldrei kemur það neitt skemmtilega út. Staðreyndin er sú að flest sitjum við ofan í gjánni á milli þessara hópa, á gráa svæðinu. En við trúum því innilega að við eigum að vera uppi á brúninni.
Ég man þegar ég sá frétt einhvers slúðurmiðils greina frá því að Robert Pattinson og FKA Twigs væru í ástarsambandi. Mér og fleirum Twilight-aðdáendum þótti Robert Pattinson sætastur allra og þegar ég sá að hann og FKA Twigs væru byrjuð saman árið 2014 þá varð ég mjög glöð fyrir þeirra hönd. Hins vegar voru margir Twilight-aðdáendur ósammála.
Þegar Mean girls karakterinn Regina George segir „haltu kjafti!“ við Cady Heron sem er nýflutt til Bandaríkjanna frá Afríku, skilur Cady ekki að þetta er algengur og vel meintur frasi sem lýsir undrun á einhverju sem er sagt. Til þess að útskýra hvernig misskilningur eins og þessi getur skapast hannaði sálfræðingurinn Friedmann Schulz von Thun líkan sem hann kallar Kommunikationsquadrat eða samskiptaferninginn.
Þann 5. október 2003, þar sem Treadwell og Huguenard lágu í tjaldi sínu nálægt laxfljóti ákvað Treadwell að kíkja út úr tjaldinu. Stór, horaður grábjörn réðst á hann. Huguenard steig út úr tjaldinu og reyndi að berjast á móti birninum á meðan Treadwell öskraði á hana að forða sér. Ástæða þess að síðustu augnablikin í lífi Treadwell, sem og Huguenard, eru okkur kunnug er að í tjaldinu var kveikt á myndavél Treadwell.
Netkynslóðin hefur vanist því að hafa stanslausa athyglistruflun í formi skemmtunar líkt og YouTube-myndbanda sem horft er á með matnum eða hlaðvarpið sem haft er í eyrunum þegar ekið er í vinnuna. Þessar leiðir eru oft saklausar og fela leiðindi hversdagsleikans en í þessum venjum er undirliggjandi flótti.