Samskiptaferningur Friedemann Schulz von Thun. Þýð. T.J. Thayer

Þegar Mean girls karakterinn Regina George segir „haltu kjafti!“ við Cady Heron sem er nýflutt til Bandaríkjanna frá Afríku, skilur Cady ekki að þetta er algengur og vel meintur frasi sem lýsir undrun á einhverju sem er sagt. Ef einstaklingur er ekki meðvitaður um jákvæða merkingu frasans er skiljanlegt að hann bregðist illa við þessum orðum. Til þess að útskýra hvernig misskilningur eins og þessi getur skapast hannaði sálfræðingurinn Friedmann Schulz von Thun líkan sem hann kallar Kommunikationsquadrat eða samskiptaferninginn. Á samskiptaferningnum eru fjórar hliðar sem bjóða upp á ólíka nálgun til þess að túlka frasa eða fullyrðingar. Þær eru staðreynd, afhjúpun, tilætluð áhrif og eðli sambands þeirra sem eiga samskipti.

Tökum annað dæmi til þess að útskýra hliðarnar á ferningnum. Það er sólríkur dagur svo þú ert í göngutúr með vini þínum þegar hann segir „Ég skil ekki af hverju þú ert í þessum svarta jakka“. Þú móðgast því þér finnst leiðinlegt að vinur þinn skuli gagnrýna jakkann þinn. Hverju var vinurinn að reyna að koma á framfæri.

Fyrsta hliðin á samskiptaferningnum er staðreyndin. Hún er einföld, vinur þinn skilur ekki hvers vegna þú ert í þessum svarta jakka. Önnur hliðin er afhjúpun á sjálfum sér. í hvert sinn sem þú segir eitthvað, afhjúpar þú einhverjar upplýsingar um þig sjálfan. Í þessu tilfelli afhjúpar félagi þinn að hann myndi sjálfur ekki klæðast þessum svarta jakka. Þriðja hliðin eru áhrifin sem mælandinn vill hafa á þig með fullyrðingunni. Þau gætu verið breytt hegðun, hugsun eða tilfinningar. Félaginn vill kannski að þú farir úr jakkanum eða bara að þú útskýrir fyrir sér af hverju þú ert í honum. Fjórða hliðin er síðan eðli sambands þíns við mælandann, hvað honum finnst um þig og ykkar samband. Þið eruð vinir svo honum finnst eðlilegt að gera athugasemd við klæðaburðinn þinn og gerir ráð fyrir því að þú skiljir hann án þess að móðgast.

Þær hliðar samskiptaferningsins sem hafa áhrif á það sem félagi þinn segir eru ekki endilega þær hliðar sem þú styðst við til þess að túlka fullyrðinguna hans og þetta getur valdið misskilningi. Félagi þinn leit eflaust á þetta sem afhjúpun á sjálfum sér, hann var að láta í ljós að hann skildi ekki hvernig þú getur klæðst svo hlýjum fötum á sólríkum degi. Þú túlkaðir það hins vegar út frá þriðju hliðinni og hélst að félagi þinn væri að reyna að hafa áhrif á þig, að hann hefði sagt þetta svo þú klæddir þig úr jakkanum. Kannski hafði hann aldrei hrósað jakkanum þínum áður og þú vissir því ekki hvaða skoðun hann hefði á honum. Það hafði áhrif á eðli sambands ykkar og þú gerðir því ráð fyrir því að hann vildi að þú klæddir þig úr jakkanum vegna þess að honum þætti hann ljótur.

Hvaða máli skiptir þetta líkan? Þarf ég núna alltaf að hugsa um fjórar mögulegar merkingar hverrar einustu fullyrðingar sem er beint að mér áður en ég svara? Nei, það væri ógerlegt. Það gæti hins vegar verið sniðugt að hafa þetta í huga þegar einhver segir eitthvað sem vekur upp neikvæð viðbrögð hjá þér. Á tímum skautunar og félagslegrar einangrunar getur verið gott að hafa í huga að þótt að manneskja tilheyri öðrum samfélagshópi eða sé ósammála þér að einhverju leyti, sé ekki víst að allt sem hún segir sé til þess gert að valda þér óþægindum eða grafa undan þér. Það gæti verið að manneskjan sé einfaldlega forvitin og vilji skilja þig betur. Við sem tilheyrum minnihlutahópum höfum þurft að venjast því að hafa varan á og það er eðlilegt að reiðast þegar við finnum fyrir öráreiti og fordómum. Samskiptaferningurinn gæti hjálpað okkur að staldra við og reyna að skilja sjónarhorn hins einstaklingsins. Að nálgast samskipti af virðingu og vinsemd getur aukið samheldni samfélags sem á eflaust miklu meira sameiginlegt en það gerir sér grein fyrir.



Shut up!

Model of the four sides of communication by Friedemann Schulz von Thun.

When the Mean girls character Regina George says “shut up!” to Cady Heron, the new student who has just moved to the U.S. from Africa, she doesn’t understand that this is a common and well meaning phrase, meaning to be in awe over something she’s said. If an individual is not aware of the positive meaning of this phrase it is understandable that they react negatively to those words. To explain how such a misunderstanding can occur, psychologist Friedmann Schulz von Thun designed Kommunikationsquadrat or the communication square. On this square there are four sides that each offer a different approach to interpret a phrase or a statement. The four sides are factual information, self-revelation, appeal and relationship.

Let’s take another example to explain the different sides. It’s a sunny day so you’re walking outside with a friend when he says “I don’t know why you’re wearing this black jacket”. You’re offended because it’s not nice to have your friend criticise your jacket. What was he trying to convey?

The first side of the square is factual information. It’s simple, your friend doesn’t understand why you’re wearing the jacket. The second side is self-revelation. Every time you say something, you are simultaneously revealing something about yourself. In this case, your friend reveals that he would not wear your black jacket himself. The third side is appeal or the effect that the speaker wants to have on you. It could be to change your behaviour, emotions or thoughts. Maybe your friend wants you to take off your jacket, or just explain to him why you’re wearing it. The fourth side is the nature of the speaker’s relationship to the one addressed, that is what your friend thinks of you and your relationship. Maybe he thinks that since you’re friends, you will understand what he means and not get offended.

The sides of the communication square that your friend relies on to convey his message might not be the same sides that you use to try to understand. This can cause a misunderstanding. Your friend might have seen this as self-revelation, he was showing you that he himself could not wear the same jacket as you on such a warm day. You however understood it from the side of appeal and thought that your friend was trying to influence you to take off your ugly jacket. You might have come to that conclusion due to the nature of your relationship and the fact that he has never complimented your jacket.

What does it matter to have this model? Do I now have to consider four possible meanings behind each statement that gets thrown at me? No, that would be overwhelming. It might still be a good idea to keep this in mind the next time you are reacting negatively to something someone said to you. In times of polarization and social isolation it is good to keep in mind that although a person belongs to a different social group or disagrees with you on certain topics, they are not always trying to undermine you or upset you. They could simply be curious and trying to understand you. Those of us who belong to minority groups have had to get used to keeping our guard up. It’s normal to be angry when we experience microaggressions and prejudice. The communication square can help us take a step back and try to see the other person’s perspective. To approach communication with respect and compassion can strengthen a community that likely has more in common than it realises.

Translation: Kári P. Thayer

Previous
Previous

Myndir þú skeina þér með Gillz?

Next
Next

Maðurinn sem gerðist björn