
Haltu kjafti!
Þegar Mean girls karakterinn Regina George segir „haltu kjafti!“ við Cady Heron sem er nýflutt til Bandaríkjanna frá Afríku, skilur Cady ekki að þetta er algengur og vel meintur frasi sem lýsir undrun á einhverju sem er sagt. Til þess að útskýra hvernig misskilningur eins og þessi getur skapast hannaði sálfræðingurinn Friedmann Schulz von Thun líkan sem hann kallar Kommunikationsquadrat eða samskiptaferninginn.