
Maðurinn sem gerðist björn
Þann 5. október 2003, þar sem Treadwell og Huguenard lágu í tjaldi sínu nálægt laxfljóti ákvað Treadwell að kíkja út úr tjaldinu. Stór, horaður grábjörn réðst á hann. Huguenard steig út úr tjaldinu og reyndi að berjast á móti birninum á meðan Treadwell öskraði á hana að forða sér. Ástæða þess að síðustu augnablikin í lífi Treadwell, sem og Huguenard, eru okkur kunnug er að í tjaldinu var kveikt á myndavél Treadwell.