
Dómsskrun í augum absúrdismans
Netkynslóðin hefur vanist því að hafa stanslausa athyglistruflun í formi skemmtunar líkt og YouTube-myndbanda sem horft er á með matnum eða hlaðvarpið sem haft er í eyrunum þegar ekið er í vinnuna. Þessar leiðir eru oft saklausar og fela leiðindi hversdagsleikans en í þessum venjum er undirliggjandi flótti.